Um okkur


Leturstofan / Strandvegur 47 / 900 Vestmannaeyjar

Á Leturstofunni bjóðum við upp á hönnun og umbrot á alls konar verkum.  T.d auglýsingar / logo / umbúðir / fréttabréf / nafnspjöld / boðskort / bæklinga / límmiða og allt sem þér dettur í hug.

Við erum í samstarfi við fyrirtæki með gríðarlega reynslu af prentun og með nýjar vélar, ásamt því að vera sjálf með prentvél sem að getur prentað ýmislegt.

Ásamt því að hanna auglýsingar, bjóðum við einnig upp á auglýsingasöfnun. Ert þú með blað eða tímarit og vantar að safna auglýsingum? Vertu í sambandi við okkur og við förum yfir þetta í sameiningu.

Leturstofan gefur út vikublaðið Tígull. Blaðinu er dreift frítt í öll hús og fyrirtæki í Vestmannaeyjum á miðviku- og fimmtudögum. Tígull er viðburða- og upplýsingablað fyrir Vestmannaeyinga og gesti. Ef áhugi er að auglýsa í blaðinu okkar eða vefsíðunni þá er hægt að hafa samband á netfangið tigull@tigull.is eða hringja í síma: 481 - 1161.

Samhliða blaðinu höldum við úti vefnum www.tigull.is þar er hægt að fylgjast með því sem um er að vera í Eyjum. Einnig er þar hægt að skoða vefútgáfu af vikublaðinu okkar.

Hjá okkur á Strandveginum erum við að selja fallegar vörur frá myletra, Heimilislíf og frá okkur.

Vertu velkomin/n að kíkja á okkur, við tökum vel á móti þér!

Kveðja, 

Lind & Kata Laufey!

 

 

         Lind Hrafnsdóttir                 Umbrot & Hönnun          lind@leturstofan.is

Kata Laufey Rúnarsdóttir    Auglýsingar    katalaufey@tigull.is