Á Leturstofunni bjóðum við upp á alhliða hönnun og umbrot. Svo sem: auglýsingar / logo / umbúðir / fréttabréf / nafnspjöld / boðskort / bæklinga / límmiða og allt sem þér dettur í hug.
Við erum í samstarfi við fyrirtæki með gríðarlega reynslu af prentun ásamt því að geta sjálf prentað ýmis smærri verk.
Auk hönnunar og prentunar bjóðum við einnig upp á auglýsingasöfnun. Ert þú með blað eða tímarit og vantar að safna auglýsingum? Vertu í sambandi við okkur og við förum yfir þetta í sameiningu.
Lind Hrafnsdótir – umbrot og hönnun
er hvað þekktust í bransanum undir gælunafninu sínu Harðasnúna Hanna
Sæþór Vídó – umbrot og hönnun
býr yfir meira en 20 ára reynslu af grafískri hönnun og umbroti
Kata Laufey – auglýsingar
hefur starfað við auglýsingasölu síðan sautján hundruð og súrkál. Sagt er að hún sé þegar búin að selja auglýsingar í útfaraskrána sína
Leturstofan gefur út vikublaðið Tígull. Blaðinu er dreift frítt í öll hús og fyrirtæki í Vestmannaeyjum á miðviku- og fimmtudögum. Tígull er viðburða- og upplýsingablað fyrir Vestmannaeyinga og gesti. Ef áhugi er að auglýsa í blaðinu okkar eða vefsíðunni þá er hægt að hafa samband á netfangið tigull@tigull.is eða í síma: 481 – 1161.
Samhliða blaðinu höldum við úti vefnum www.tigull.is þar er hægt að fylgjast með því sem um er að vera í Eyjum. Einnig er þar hægt að skoða vefútgáfu af vikublaðinu okkar.